Rafhlaðan hlaðin
Hlaða skal rafhlöðuna áður en höfuðtólið er tekið í notkun.
Þegar lítil hleðsla er á rafhlöðunni gefur höfuðtólið frá sér tón á fimm mínútna fresti og
blikkar á skjánum. Stöðuljósið lýsir meðan á hleðslu stendur.
1 Stingdu hleðslutækinu í samband við innstungu.
2 Stingdu snúru hleðslutækisins í samband við micro-USB-tengið á höfuðtólinu.
Stöðuljósið slokknar þegar rafhlaðan er fullhlaðin.
3 Taktu hleðslutækið úr sambandi við höfuðtólið, síðan úr innstungunni.
Þegar hleðslutæki er tekið úr sambandi skal taka í klóna, ekki leiðsluna.
Fullhlaðin rafhlaða endist í allt að allt að 7 klukkustundir tíma í tali, allt að 7
klukkustundir í tónlistarspilun og allt að 150 klst. í biðstöðu.
Hleðsla rafhlöðunnar skoðuð
Ýttu á . Staða rafhlöðunnar sést á skjánum.
Nægjanleg hleðsla.
Þú gætir þurft að hlaða rafhlöðuna bráðum.
Hladdu rafhlöðuna.