Höfuðtólið parað og tengt með NFC
Með NFC (Near Field Communication) er hægt að para og tengja höfuðtólið við samhæf
tæki á auðveldan hátt. Ef samhæfa tækið styður NFC skaltu virkja NFC-eiginleika þess og
láta NFC-svæði höfuðtólsins snerta NFC-svæði tækisins. Það kviknar sjálfkrafa á
höfuðtólinu og það tengist við tækið. Einnig er hægt að aftengja höfuðtólið með NFC.
Nánari upplýsingar um NFC er að finna í notendahandbók tækisins.
Ef tækið styður ekki NFC skaltu para höfuðtólið handvirkt.