Um höfuðtólið
Með Nokia BH-221 Bluetooth-steríóhöfuðtólinu geturðu svarað símtölum handfrjálst
hvar og hvenær sem er og hlustað á eftirlætistónlistina þína og útvarpið. Auðvelt er að
para höfuðtólið við samhæf tæki og fljótlegt er að skipta milli tónlistar og símtala.
Yfirborð þessarar vöru inniheldur ekki nikkel.
Viðvörun:
Þessi vara getur innihaldið smáa hluti. Þá skal geyma þar sem lítil börn ná ekki til.
Sumir hlutar vörunnar eru segulmagnaðir. Málmefni gætu dregist að vörunni. Ekki skal
geyma kreditkort eða aðra segulmagnaða hluti með geymsluminni nálægt vörunni því
upplýsingar sem þar eru geymdar gætu þurrkast út.
Lestu þessa notendahandbók vandlega áður en varan er tekin í notkun. Lestu einnig
notendahandbókina sem fylgir tækinu sem tengt er við vöruna.